"Problem gambling severity index" (PGSI-Ferris og Wynne, 2001) er 9 atriða matstæki sem metur alvarleika spilavanda hjá fullorðnum. PGSI var þýddur á íslensku af Dr. Daníel Þór Ólasyni, Dr. Sigurði J. Grétarssyni og Sigríði Karen Bárudóttur sálfræðingi og var jafnframt bakþýddur af löggiltum skjalaþýðanda. Niðurstöður rannsókna á íslenskri gerð PGSI sýna að hann er að öllu leyti sambærilegur erlendri gerð hans. Óhætt er því að mæla með notkun þessa mælitækis hér á landi.
"Diagnostic and statistical manual-IV multiple response adapted for juveniles" (DSM-IV-MR-J - Fisher, 2000) er 12 atriða matstæki sem metur alvarleika spilavanda hjá unglingum á aldrinum 12 til 18 ára. Atriðin meta níu af tíu greiningarviðmiðum DSM-IV fyrir spilafíkn og hafa verið umorðuð til að eiga betur við unglinga. DSM-IV-MR-J var þýddur á íslensku af Dr. Daníel Þór Ólasyni og Karen Júlíu Sigurðardóttur sálfræðingi og var hann jafnframt bakþýddur af löggiltum skjalaþýðanda. Niðurstöður rannsókna á íslenskri gerð DSM-IV-MR-J sýna að hann er í öllum meginatriðum sambærilegur erlendri gerð hans og því óhætt að mæla með notkun hans hér á landi.