SÁÁ

 

Einkaviðtöl

Þeir sem telja sig vera í vanda vegna spilahegðunar sinnar geta fengið einkaviðtal við ráðgjafa á Göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7, í Reykjavík. Einnig er hægt að fá fjarviðtal sé þess óskað. Viðtalstíma má panta í síma 530-7600. Í einkaviðtali er staða fólks metin og fagmaður sker úr um hvernig best sé að glíma við vandann. Viðtali fylgja engar skuldbindingar og eru þau gjaldfrjáls.

Göngudeildarmeðferð við spilafíkn

Á göngudeild SÁÁ fer fram meðferð við spilafíkn undir stjórn ráðgjafa í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Meðferðin er sett upp sem 45 mínútna fræðsla í formi fyrirlesturs og stuðningshópur í kjölfarið. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram. Meðferðin er gjaldfrjáls.

Helgarnámskeið

SÁÁ býður öðru hverju upp á helgarnámskeið um spilafíkn, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Námskeiðin eru auglýst sérstaklega og eru öllum opin. Markmið námskeiðanna er að auka skilning á spilafíkn og benda á leiðir til bata. Námskeiðin eru gjaldfrjáls.

Hugræn atferlismeðferð við spilafíkn

Á göngudeild SÁÁ er boðið upp á hugræna atferlismeðferð við spilafíkn hjá sálfræðingi. Spilaráðgjafi vísar einstaklingum til sálfræðings. Viðtölin eru gjaldfrjáls.

Þjónusta fyrir aðstandendur

SÁÁ býður aðstendendum upp á námskeið þar sem veitt er fræðsla og stuðningur. Þeir sem standa einstaklingum með spilafíkn nærri geta sótt sér ráðgjöf á Göngudeild SÁÁ í Reykjavík. Einkaviðtöl er hægt að panta í síma 530-7600.

Heimasíða SÁÁ

Til að fara á heimasíðu SÁÁ, smellið hér.

 

Sími Göngudeildar SÁÁ er 530 7600 og er hún til húsa að

Efstaleiti 7, Reykjavík.