Almennar upplýsingar

Ábyrgspilun.is er í eigu og rekin af Íslandsspilum og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Síðan var upphaflega sett á laggirnar árið 2002.

Íslandsspil starfrækir söfnunarkassa á landsvísu og rennur allur ágóði af starfseminni til Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjörg. HHÍ eru með skjávélar, skafmiða og flokkahappdrætti og rennur ágóði til byggingarframkvæmda og tækjakaupa fyrir Háskóla Íslands. 

Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil starfa eftir reglugerðum og innan lagaramma frá Dómsmálaráðuneyti. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum fyrirtækjanna, Íslandsspila og HHÍ.

Vakin er sérstök athygli á því að lágmarksaldur fyrir allar tegundir peningaspila sem fyrirtækin bjóða upp á er 18 ár.

 

Notkun á efni síðunnar

Allt efni á vefnum er í eigu ábyrgspilun.is 

Óheimilt er að nota efni af síðunni án þess að geta uppruna/heimildar í texta. Við notkun á efni er óheimilt að nota efni beint úr texta án þess að nota beina tilvísun.

Allur réttur áskilinn.

 

Aðrir vefir

Á vefnum er að finna tengla á aðra vefi sem eru valdir með hliðsjón af tilgangi okkar og markmiðum. Við ráðum hvorki efni þessara vefja né rekum þá og ábyrgjumst því hvorki upplýsingar né þjónustu sem er veitt á þeim né tjón sem getur stafað af notkun þeirra.